Erlent

Ítalir eru í rusli

Óli Tynes skrifar
Götur Napólí eru ekki geðslegar yfirferðar.
Götur Napólí eru ekki geðslegar yfirferðar. Mynd/AP

Napólí er enn einusinni að kafna í rusli. Ástandið er orðið svo slæmt að Evrópusambandið er farið að hóta sektum ef sjónvöld sjá ekki til þess að fjarlægð verði um 2500 tonn af úrgangi sem hefur safnast þar saman undanfarið. Allir öskuhaugar í grennd við borgina eru fullir, nema einn. Og þangað vilja íbúarnir ekki leyfa að flytja meira rusl, þar sem þeir tlja það geta verið heilsuspillandi fyrir sig. Og Eins og svo oft þegar eitthvað fer úrskeiðis á Ítalíu er Mafían með puttana í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×