Erlent

Dýraverndarsinnar fangelsaðir

Óli Tynes skrifar

Fimm dýraverndarsinnar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir margra ára látlausar árásir á starfsmenn líftæknifyrirtækis sem gerir tilraunir á dýrum. Efnt var til mótmæla fyrir utan heimili starfsmanna og krotuð blóts- og skammaryrði á hús þeirra og bíla.

Nafnlaus bréf voru send til nágranna þar sem þeir voru sakaðir um að vera barnaníðingar. Blóðugir túrtappar sendir með pósti með fyllyrðingum um að blóðið væri HIV smitað. Herferðin stóð linnulaust frá árinu 2001 til 2008. Árásarfólkið hlaut fangelsisdóma frá fimmtán mánuðum upp í sex ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×