Erlent

Bandaríkjamenn „týndu“ 50 kjarnaflaugum

Í tæpan klukkutíma var ekki á hreinu hvort flaugarnar væru enn á sínum stað.
Í tæpan klukkutíma var ekki á hreinu hvort flaugarnar væru enn á sínum stað.

Allt samband rofnaði við tíu prósent af öllu kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjamanna á laugardaginn var.

CNN greinir frá málinu og segir að flugherinn Bandaríski hafi "týnt", ef svo má segja, 50 kjarnorkueldflaugum í tæpa klukkustund. Um bilun í tölvukerfi var að ræða sem þýddi að engin leið var fyrir stjórnendur að fylgjast með flaugunum, hvað þá að skjóta þeim á loft hefði forsetanum dottið það í hug á þeim tímapunkti.

Flaugarnar eru staðsettar í Wyoming og um leið og upp komst um vandamálið fóru hermenn og könnuðu hvort hver einasta flaug væri ekki örugglega á sínum stað. Svo reyndist blessunarlega vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×