Erlent

Færeyskur togari í björtu báli

Óli Tynes skrifar
Thor Athena.
Thor Athena.

Tíu þúsund tonna Færeyskur verksmiðjutogari stendur í björtu báli undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Um borð eru 111 manns, áhöfn og fiskverkafólk. Björgunarþyrlur og skip eru á leið til hjálpar. Eldurinn er svo mikill að að minnsta kosti hluti áhafnarinnar hefur forðað sér í björgunarbáta. Hinir eru áfram um borð að berjast við eldinn.

Áhöfnin er sögð vera frá Skandinavíu, Rússlandi og Kína. Skipið heitir Athena og er í eigu skipaútgerðar sem heitir Thor, í Færeyjum. Breska strandgæslan segir að slæmt sé í sjóinn þar sem Athena er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×