Erlent

Skipafloti kemst ekki til hafnar í Frakklandi

Óli Tynes skrifar
Skipafloti bíður fyrir utan höfnina í Marseilles.
Skipafloti bíður fyrir utan höfnina í Marseilles.

Heill floti af olíuskipum og öðrum flutningaskipum liggur nú úti fyrir höfninni í Marseille í Suður-Frakklandi. Skipin komast ekki til hafnar vegna verkfallsins sem verið hefur um allt land á aðra viku. Fjórðungur allra bensínstöðva í landinu eru nú eldsneytislausar og allar samgöngur gengnar úr skorðum.

Skólum, verksmiðjum og verslunum hefur verið lokað og verkfallið kostar þjóðarbúið yfir sextíu milljarða króna á dag. Verkfallsmenn eru að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs úr 60 árum í 62. Námsmenn tilkynntu í dag að þeir ætli að slást í lið með verkfallsmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×