Erlent

Tarik Aziz dæmdur til dauða

Óli Tynes skrifar
Tarik Aziz ásamt foringja sínum Saddam Hussein.
Tarik Aziz ásamt foringja sínum Saddam Hussein.

Tarik Aziz fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Íraks hefur verið dæmdur til dauða, að sögn þarlendra fjölmiðla. Aziz var einn af allra nánustu samstarfsmönnum og ráðgjöfum Saddams Hussein. Hann sá að mestu leyti um samskipti Íraka við umheiminn. Hann þótti virðulegur maður í framkomu en ósveigjanlegur.

Tarik Aziz skemmti sér og löndum sínum með því að móðga erlenda sendimenn og fréttamenn án þess að þeir gerðu sér grein fyrir því. Í sjónvarpsviðtölum átti hann það til að krossleggja fætur og beina skósóla að viðmælanda sínum sem er mikil ókurteisi meðal araba. Þá púaði hann vindil í löngu viðtali við Lesley Stahl hjá 60 mínútum, sem er rakinn dónaskapur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×