Erlent

Borgaði 300 milljónir fyrir Bond-bílinn

James Bond við bílinn fræga.
James Bond við bílinn fræga.

Bandarískur bílaáhugamaður borgaði í gær 2,6 milljónir bandaríkjadala, eða tæpar 300 milljónir íslenskra króna fyrir Aston Martin DB5 bílinn sem njósnari hennar hátignar, James Bond, þeyttist um á í fyrstu myndum sínum.

Bíllinn er frá árinu 1964 og hlaðinn aukabúnaði fyrir njósnara, eins og breytilegum númeraplötum, skotheldri glerhlíf, radar, reykvörn, nagladreifari og tvær vélbyssur. Þá er hægt að skjóta farþeganum úr framsætinu ef manni líkar ekki við hann eins og sást í myndunum Thunderball og Goldfinger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×