Erlent

Carter, Lama og Tutu taka höndum saman

Dalai Lama.
Dalai Lama.

Fyrrum Nóbelsverðlaunahafar krefjast þess að núverandi verðlaunahafi verði látinn laus úr fangelsi. Fimmtán verðlaunahafar hafa nú tekið sig saman og skrifað undir áskorun sem sent verður til leiðtoga G-20 ríkjanna, áhrifamestu ríkja heims, þar sem farið er fram á hjálp þeirra við að þrýsta á um lausn Liu Xiaobo núverandi friðarverðlaunahafa Nóbels en hann situr nú af sér ellefu ára dóm í Kína fyrir að krefjast aukinna mannréttinda í Kína.

Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið má nefna Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Dalai Lama, andlegan leiðtoga Kínverja, Elie Wiesel og Suður afríska erkibiskupinn Desmond Tutu.

Í bréfinu eru leiðtogarnir hvattir til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis til Hu Jintao forseta Kína, sem mætir á leiðtogafund ríkjanna í næsta mánuði, að nauðsynlegt sé að sleppa Liu Xiaobo þegar í stað. Þá hvetja þeir einnig til þess að konu Xioaobo verði sleppt þegar í stað úr stofufangelsi en hún var kyrrsett um leið og norska nóbelsnefndin tilkynnti um útnefningu Xioaobo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×