Erlent

Segja líf þeirra vera í hættu

Handtekin Myndir teknar af Randy og Evi Quade hjá lögreglu eftir handtöku þeirra 18. september. Fréttablaðið/AP
Handtekin Myndir teknar af Randy og Evi Quade hjá lögreglu eftir handtöku þeirra 18. september. Fréttablaðið/AP
Bandaríski leikarinn Randy Quade og kona hans Evi hafa sótt um hæli í Kanada. Þau voru handtekin þar um helgina fyrir að mæta ekki við dómtöku máls á hendur þeim í Bandaríkjunum.

Mál var í haust höfðað á hendur hjónunum fyrir rétti í Santa Barbara eftir að þau voru handtekin fyrir innbrot og hústöku á fyrrum heimili þeirra.

Hjónin segjast nú óttast Hollywoodstjörnumorðingja sem þau telja bera ábyrgð á dauðföllum nokkurra vina Randys, þar á meðal leikaranna Heath Ledger og David Carradine. Hjónin voru látin laus gegn tryggingu, en eiga að mæta aftur fyrir rétt í Kanada í dag.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×