Erlent

Óljóst um orsakir þegar þyrla brotlenti

Ekki er enn vitað um orsakir þess að lítil fis- þyrla brotlenti ofan á Esjunni undir kvöld í gær. Tveir menn, sem voru um borð í henni sluppu ómeiddir og gengu til byggða.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gekk á með vindhviðum á þessu svæði síðdegis, og feykti ein slík göngukonu um koll í hlíðum Hafnarfjalls síðdegis í gær.

Hún meiddist á fæti og sóttu björgunarsveitarmenn hana upp í hlíðina. Eigendur þyrlunnar ætla að reyna að ná þyrlunni ofan af fjallinu í dag, ef veður leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×