Erlent

Kólerusmitum fer fækkandi á Haítí

MYND/AP

Heilbrigðisyfirvöld á Haítí segja að svo virðist sem dregið hafi úr kólerufaraldri sem geisað hefur í landinu undanfarið. Um 250 manns hafa látist í faraldrinum og rúmlega þrjú þúsund smitast en tilfellum virðist hafa farið fækkandi um helgina.

Fimm voru þó greindir í höfuðborginni Port au Prince en afleiðingar þess að smitið berist um höfuðborgina gætu orðið hrikalegar. Hingað til hefur veikin aðallega látið á sér kræla á landsbyggðinni. Um 1,3 milljónir manna búa á Haítí og er ástandið þar enn afar slæmt eftir jarðskjálftana sem riðu yfir í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×