Erlent

Farþegageimferjur sagðar hættulegar loftslagi jarðar

Óli Tynes skrifar
Geimflaug Richards Bransons.
Geimflaug Richards Bransons.

Loftslagsvísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að að farþegaflug út í geiminn muni hafa stórkostlega skaðleg áhrif á loftslag jarðar. Breski auðjöfurinn Richard Branson kynnti nýlega geimflaug sem á að flytja borgandi farþega í geimferðir. Í tímaritinu Geophysical Research Letters segir frá rannsókn sem sýni framá hversu skaðlegt þetta verði.

Sagt er að hreyflarnir sem notaðir séu í geimfarinu blási frá sér miklu meira af svörtu sóti en venjulegir þotuhreyflar. Þetta muni með tímanum og tíðum geimferðum valda gríðarlegu tjóni. Hiti á heimsskautunum geti hækkað um eitt stig á Celsius og minnkað ísinn þar um 5-15 prósent. Jafnframt myndi hiti lækka í hitabeltislöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×