Erlent

Ísland aldrei mælst neðar á listanum

Lars Løkke Rasmussen og Hamid Karzai Forsætisráðherra Danmerkur, lands minnstu spillingarinnar, heimsótti fyrr á árinu Afganistan, sem lenti í þriðja neðsta sæti á listanum.nordicphotos/AFP
Lars Løkke Rasmussen og Hamid Karzai Forsætisráðherra Danmerkur, lands minnstu spillingarinnar, heimsótti fyrr á árinu Afganistan, sem lenti í þriðja neðsta sæti á listanum.nordicphotos/AFP
Ísland er fallið niður í ellefta sæti á lista alþjóðasamtakanna Transparency International, sem mæla spillingu í opinbera geiranum.

Ísland hefur ekki áður mælst neðar á listanum, en fyrir hrun var Ísland jafnan í efstu sætunum og iðulega í því fyrsta.

Minnst spilling mælist nú í Danmörku, Nýja-Sjálandi, Singapúr, Finnlandi og Svíþjóð. Þessi fimm ríki fá meira en níu í einkunn á þeim kvarða, sem samtökin notast við.

Spilltustu löndin á listanum í ár eru, í þessari röð neðan frá: Sómalía, Búrma, Afganistan og Írak.

Aðferð fyrirtækisins við að mæla spillingu er að láta gera fyrir sig skoðanakannanir í hverju landi, þar sem fólk er spurt hvort það telji spillingu fyrirfinnast í landinu. Samtökin segja þetta áreiðan­legustu mælinguna sem til er, þar sem erfitt sé að mæla spillingu með tölfræðilegum útreikningum.

Samtökin skilgreina spillingu þannig að hún sé misnotkun valds, sem einstaklingum í opinberum störfum er trúað fyrir, í eiginhagsmunaskyni.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×