Erlent

Palestínumenn gera við Fæðingarkirkjuna

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas, forseti, skoðaði kirkjuna í fylgd Theofilos III patríarka.
Mahmoud Abbas, forseti, skoðaði kirkjuna í fylgd Theofilos III patríarka. Mynd/AP

Heimastjórn palestínumanna er byrjuð á umfangsmiklum viðhaldsviðgerðum á Fæðingarkirkjunni í Betlehem. Betlehem er á Vesturbakkanum og því á yfirráðasvæði palestínumanna.

Fæðingarkirkjan er meðal mestu helgidóma kristinna manna, sem trúa því að undir henni sé að finna fjárhúsið þar sem Jesús fæddist í jötunni forðum daga. Viðgerðin mun taka nokkur ár og kosta milljónir dollara. Mahmoud Abbas forseti palestínumanna heimsótti kirkjuna í gær til þess að kynna sér framkvæmdirnar. Patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, Theofilos III, sýndi forsetanum kirkjuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×