Erlent

Aðildin gæti strandað á Mladic og Hadzic

Veggjakrot í Belgrad „Mladic til Haag“ stendur á þessum vegg í Belgrad.
fréttablaðið/AP
Veggjakrot í Belgrad „Mladic til Haag“ stendur á þessum vegg í Belgrad. fréttablaðið/AP
Ráðamenn í Serbíu hafa fagnað ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja fyrsta stig undirbúnings aðildarviðræðna við Serbíu.

Dragan Sutanovic, utanríkisráðherra Serbíu, sagði að nú geti ekkert lengur komið í veg fyrir aðild Serbíu að ESB.

Ráð utanríkisráðherra ESB ákvað á mánudag að biðja framkvæmdastjórn ESB um álit þeirra á aðildarumsókn Serbíu. Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir að Serbía þurfi þó að gera ýmsar umbætur áður en af aðild geti orðið.

Utanríkisráðherrar ESB tóku sérstaklega fram að Serbía þurfi að sýna stríðsglæpadómstólnum í Haag fulla samvinnu við að hafa uppi á þeim Ratko Mladic og Goran Hadzic, tveimur grunuðum stríðsglæpamönnum sem enn leika lausum hala.

Aðildarríki Evrópusambandsins leggja misjafnlega mikla áherslu á þetta mál. Þannig sagði fulltrúi Hollandsstjórnar að Serbía verði að sannfæra öll 27 aðildarríkin um heilindi sín í þessu máli.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×