Erlent

Héldu að djöfullinn væri kominn

Óli Tynes skrifar

Fjögurra mánaða gamalt barn lést og margir slösuðust þegar þeir flúðu það sem þeir töldu vera djöfulinn í smábæ vestan við París í morgun. Í húsinu býr fólk frá Afríku í íbúð á annarri hæð. Í morgunsárið vaknaði karlmaður það við að barn hans grét. Hann fór framúr til að sinna því og var allsnakinn. Einhverjir fleiri vöknuðu og greip þá mikil skelfing þegar þeir sáu manninn. Það var umsvifalaust ráðist á hann, hann stunginn í handlegginn með hnífi og fleygt á dyr.

Það var þegar hann hóf að berja á dyrnar og reyna að komast inn aftur sem fólkið virðist hafa misst alveg stjórn á sér. Það forðaði sér hver sem betur gat með því að stökkva út um

glugga. Við það slösuðust tíu manns og barnið lést. Sjö voru fluttir á sjúkrahús. Talið er að þeir séu frá Angóla. Sky fréttastofan segir að lögreglan sé að yfirheyra fólkið og reyna að gera sér grein fyrir atburðarrásinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×