Fleiri fréttir

Grunar aðstandendur Wikileaks um samsæri gegn sér

Birting á leyniskjölum úr Íraksstríðinu er pólitískt samsæri gegn ríkjandi stjórnvöldum í landinu, segir forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki. Eins og greint hefur verið frá í dag birti Wikileaks í gær hundruð þúsunda leyniskjala úr Íraksstríðinu.

Fordæma birtingu upplýsinganna

Stjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, gagnrýnir harðlega birtingu leyniskjala um Íraksstríðið á vefsíðunni Wikileaks í morgun.

Gríðarlegar uppljóstranir um Íraksstríðið

Hundruð þúsunda af leyniskjölum um Íraksstríðið hafa verið birt á vefsíðunni Wikileaks. Breska Sky fréttastöðin segir að aldrei áður hafi eins mikið af hergögnum verið lekið til almennings.

Stjörnustöð Evrópulanda (ESO)

European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims.

Innkallar meira en milljón bíla

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,53 milljónir bifreiða vegna galla. 740 þúsund þessara bifreiða eru í Japan, 599 þúsund í Bandaríkjunum, en hinar í Evrópuríkjum og víðar um heim.

Byggja fjórum sinnum hraðar

Ísraelskir landtökumenn byggja fjórum sinnum hraðar nú en þeir gerðu áður en tíu mánaða framkvæmdabann var lagt á þá.

Allir heim að gera það - berbakt

Háttsettur embættismaður í Páfagarði hefur hvatt kristna Evrópubúa til þess að eignast fleiri börn. Ella segir hann að múslimar muni í framtíðinni yfirtaka Evrópu.

Calvin Klein auglýsingar teknar niður

Risastór auglýsingaskilti frá Calvin Klein hafa verið tekin niður í Sydney og Melbourne í Ástralíu. Myndirnar þóttu klámfengnar og niðrandi gagnvart bæði konum og körlum.

Til í vopnavald gegn stjórn Baracks Obama

Frambjóðandi til bandaríkjaþings sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann útilokaði ekki að steypa ríkisstjórn Baracks Obama með vopnavaldi ef ekki tækist að koma henni frá í kosningum.

Breskur kjarnorkukafbátur strandaður

Breskur kjarnorkukafbátur er strandaður við Isle of Sky undan strönd Skotlands. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að kafbáturinn HMS Astute sé far fastur á klettum.

Lífverðir sendir að heimili Rooneys

Manchester United sendi í gærkvöldi tíu öryggisverði að heimili Wayne Rooneys eftir að stuðningsmenn liðsins mættu þangað til þess að mótmæla væntanlegu brotthvarfi hans.

Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

Öflugur jarðskjálfti varð á Kaliforníuskaganum í Mexíkó í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 6,9 á richter og samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni voru upptök hans í Kaliforníuflóa á um 10 km dýpi.

Kjarnorkuhnappurinn hvarf úr fórum Bill Clinton

Hershöfðinginn Hugh Shelton, fyrrum yfirmaður bandaríska herrráðsins, segir að lykilgögn bandaríkjaforseta til að hefja kjarnorkustríð hafi týnst svo mánuðum skiptir þegar Bill Clinton gengdi forsetastöðunni.

Tvær konur skotnar af leyniskyttunni í Malmö

Leyniskyttan í Malmö í Svíþjóð lét aftur til skarar skríða í gærkvöldi og skaut tvær konur inn um glugga á íbúð þeirra. Báða konurnar sluppu lifandi en illa særðar úr tilræðinu.

Stráksi verður enn að bíða

Hinn 82 ára gamli Hosni Mubarak ætlar sér að halda áfram í embætti forseta Egyptalands. Hann hefur gegnt því embætti í nær þrjátíu ár.

Moskva fordæmd og sektuð

Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í dag Moskvuborg fyrir að brjóta á réttindum samkynhneigðra. Dómstóllinn segir að borgin hafi bannað gleðigöngur árin 2006, 2007 og 2008 eingöngu vegna óvildar í garð samkynhneigðra.

Talibanar fá mikið fé frá Vesturlöndum

Einn af foringjum talibana í Afganistan hefur sagt Sky fréttastofunni að þeir sæki mestan fjárstuðning sinn til Bretlands. Það fé sé notað til vopnakaupa og til þess að fjármagna árásir hvar sem er í heiminum.

Banvænn ástarþríhyrningur

Belgisk kona hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að vinna skemmdarverk á fallhlíf keppinautar síns um ástir manns sem þær áttu báðar í ástarsambandi við. Þessi ástarþríhyrningur var allur í sama fallhlífaklúbbnum.

Það er dýrt að reykja

Túnisbúi sem var á leið með Ryanair frá Milanó til Oslóar komst að því að mönnum er full alvara með reykingabanni í flugvélum. Nikótínþörfin bar hann ofurliði á leiðinni og hann laumaðist til þess að kveikja sér í sígarettu á klósetti vélarinnar. Því var fremur illa tekið.

Fréttamenn TV2 hafa áhyggjur af þrýstingi

Fréttamenn hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 hafa miklar áhyggjur af því að stjórnendur hennar hafi verið beittir þrýstingi til þess að láta eyða upptöku af ergilegum viðbrögðum Lars Lykke forsætisráðherra þegar fréttamaður stöðvarinnar reyndi að taka viðtal við hann.

Bræður ætla að rúlla upp Vesturlöndum

Forsetar Venesúela og Írans hafa sammælst um að löndin tvö muni berjast í sameiningu gegn Vesturlöndum og eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni hafa sigur.

Jafnmargir í Kanada með og á móti löglegum vændiskaupum

Ný könnun í Kanada sýnir að íbúar landsins skiptast nokkuð jafnt í afstöðu sinni til löggildingar á vændiskaupum. Um 48% eru meðmæltir því að leyfa vændiskaup en 52% voru andvígir sliku eða gáfu ekki upp afstöðu sína.

Mótmæli og verkföll halda áfram í Frakklandi

Ekkert lát er á mótmæla- og verkfallsaðgerðum í Frakklandi og halda þær áfram í dag, áttunda daginn í röð. Búið er að boða til fjölmenns útifundar í miðborg Parísar í kvöld.

Fundu 5.100 ára gamla hurð í Zurich

Fornleifafræðingar hafa fundið elstu hurð Evrópu í Zurich í Sviss. Hurðin fannst þegar verið var að grafa fyrir bílakjallara undir óperuhúsi borgarinnar.

Sólmyrkvi séður úr geimnum

Þessi einstaka mynd af deildarmyrkva á sólu var tekin úti í geimnum þar sem ekkert gufuhvolf er til þess að óskýra myndina.

Clinton tókst á við framíkallara -myndband

Bill Clinton hefur alltaf þótt með snjallari ræðumönnum. Hann er einnig þekktur fyrir að halda ró sinni þegar eitthvað gengur á. Hann átti því ekki í neinum sérstökum vandræðum þegar einhver dólgur reyndi að, trufla með framíköllum þegar forsetinn fyrrverandi var að flytja ræðu í St. Petersburg í Flórída á dögunum.

Krikketmógúll vísar Íslandsáhuga á bug

Lögmaður indverska krikketmógúlsins Lalit Modi hefur nú vísað því á bug sem helberum lygum að Modi vilji fá íslenskan ríkisborgararétt. Mikið hefur verið fjallað um málið á Indlandi síðustu daga en fullyrt var í fjölmiðlum að Modi hafi ætlað að reyna að nota góð tengsl eiginkonu sinnar, Minal Modi, við Dorit Moussaieff forsetafrú til að útvega sér dvalarleyfi á Íslandi.

Fár vegna flugsýningar -myndband

Skipuleggjendur flugsýningar í San-Francisco um síðustu helgi hafa verið harðlega gagnrýndir vegna lágflugs breiðþotu yfir borgina.

Arabiskur prins í lífstíðar fangelsi

Saudi-Arabiskur prins hefur verið dæmdur lífstíðar fangelsi í Bretlandi fyrir að misþyrma og myrða þjón sinn á hóteli í Lundúnum. Prinsinn er 34 ára gamall. Afi hans er bróðir konungs Saudi-Arabíu.

Fjórtán manns skotnir í Malmö

Sænska lögreglan gerir nú mikla leit að manni sem hefur skotið fjórtán manns af handahófi undanfarna daga. Þrír voru skotnir í nótt.

Bandaríkjaher tekur inn samkynhneigða nýliða

Bandaríkjaher er farinn að taka við samkynhneigðum nýliðum eftir að dómari í Kaliforníu felldi úr gildi reglur hersins um að samkynhneigðum hermönnum bæri að þegja um kynhneigð sína.

Verkföll og mótmæli halda áfram í Frakklandi

Franskir verkamenn ætla að halda áfram verkföllum sínum og mótmælaaðgerðum í dag, sjöunda daginn í röð. Því er reiknað með áframhaldandi öngþveiti og bensínskorti í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir