Erlent

Tökum náð á eldinum í Athenu

Tekist hefur að ná tökum á eldinum um borð í færeyska risatogaranum Athenu undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Tæplega hundrað manns var bjargað úr skipinu sem nú siglir fyrir eigin vélarafli í átt til Bretlands. 13 meðlimir úr áhöfninni urðu eftir um borð til að slökkva eldinn og stýra skipinu til hafnar.

Áhöfnin er sögð vera frá Skandinavíu, Rússlandi og Kína en skipið er í eigu skipaútgerðar sem heitir Thor, í Færeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×