Leit að fólki á tveimur hamfarasvæðum 28. október 2010 06:00 Björgunarfólk leitar í nágrenni eldfjallsins Merapi.nordicphotos/AFP Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira