Leit að fólki á tveimur hamfarasvæðum 28. október 2010 06:00 Björgunarfólk leitar í nágrenni eldfjallsins Merapi.nordicphotos/AFP Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, flýtti sér heim frá Víetnam, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Í gær tókst loks að lenda þyrlum með hjálpargögn á Mentawai-eyjum, þar sem mikið tjón varð af völdum flóðbylgjunnar aðfaranótt þriðjudags. Flóðbylgjunni var hrundið af stað af jarðskjálfta, sem mældist 7,2 stig, og varð skammt undan strönd Súmötru, sem er ein af stærstu eyjum Indónesíu. Á þriðjudaginn, aðeins fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftann, hófst síðan gosið í eldfjallinu Merapi á eyjunni Jövu. Ekki er þó talið að jarðskjálftinn tengist eldgosinu neitt, enda er langt á milli. Vísindamenn höfðu hins vegar varað við gosinu fyrir fram og íbúar í hlíðum fjallsins höfðu verið fluttir burt. Nokkuð létti á þrýstingi í fjallinu eftir að gosið hófst, en enn er þó hætta á að mikið sprengigos hefjist sem gæti valdið miklu tjóni. Meðal þeirra sem fundust látnir í hlíðum fjallsins var Maridjan, aldraður maður sem hefur gegnt því hlutverki að gæta anda fjallsins. Hann hefur stjórnað helgiathöfnum sem felast í því að kasta hrísgrjónum og blómum niður í gíg fjallsins í því skyni að friða andana. Hann neitaði að yfirgefa svæðið þegar það var rýmt, og sagðist vera fastbundinn þessu starfi sínu og geta því hvergi farið. Nafn fjallsins, Merapi, þýðir „eldfjall“ á íslensku. Þetta er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið margoft síðustu tvær aldirnar, síðast árið 2006. Árið 1994 kostaði gos úr fjallinu 60 manns lífið en árið 1930 létust nærri 1.300 manns vegna hamfaranna í fjallinu. Á Indónesíu eru nærri 130 virk eldfjöll, sem grannt er fylgst með. Meira en ellefu þúsund manns búa í hlíðum fjallsins. Flestir þeirra höfðu verið fluttir á öruggari slóðir, en í gær voru margir þeirra á leiðinni til baka til að huga að eignum sínum, þrátt fyrir að hættan hafi engan veginn verið liðin hjá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“