Erlent

Eftirlaunafrumvarp samþykkt

Olíuskip bíða fyrir utan olíubirgðastöð í Frakkklandi.Nordicphotos/AFP
Olíuskip bíða fyrir utan olíubirgðastöð í Frakkklandi.Nordicphotos/AFP
Franska þingið samþykkti í gær frumvarpið umdeilda sem felur í sér hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi um tvö ár. Nánast stanslaus mótmæli gegn frumvarpinu vikum saman hafa sett þjóðlíf í Frakklandi úr skorðum.

Nicolas Sarkozy forseti hafði því sitt fram þrátt fyrir mótmælin, en vinsældir hans eru fyrir vikið í algjöru lágmarki meðal landsmanna.

Mótmælendur ætla þó ekki að gefast upp og vonast enn til að Sarkozy hætti við að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Efnt verður enn á ný til mótmæla og verkfalla um land allt í dag.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×