30 almennir borgarar drepnir daglega í Írak 26. október 2010 06:45 Í ágúst árið 2007 létu fjórir Írakar lífið í átökum Bandaríkjahers og herskárra sjíamúslima í Bagdad. Á myndinni sjást þeir bornir til grafar.nordicphotos/AFP Skjöl frá Bandaríkjaher, sem áttu að fara leynt, sýna að mannfall af völdum stríðsins í Írak hefur verið töluvert meira en til þessa hefur fengist staðfest. Samkvæmt gögnunum, sem birt voru á vefsíðunni Wikileaks um helgina, hafa átökin í Írak kostað 109 þúsund manns lífið þann tíma sem þau ná til, en það er megnið af stríðstímanum, eða frá 1. janúar 2004 til ársloka 2009, að undanskildum maímánuði 2004 og marsmánuði 2009. Stríðið hófst í mars árið 2003. Af þeim sem létu lífið þennan tíma voru 66 þúsund skráðir almennir borgarar, 24.000 uppreisnarmenn, 15 þúsund hermenn írösku stjórnarinnar og tæplega fjögur þúsund hermenn innrásarliðsins. Á forsíðu Wikileaks er bent á að samkvæmt þessum tölum hafi stríðið að meðaltali kostað rúmlega 30 almenna borgara lífið á hverjum einasta degi. Þessar tölur þurfa ekki að vera tæmandi upplýsingar um mannfall í Írak, bæði vegna þess að þær ná ekki yfir allan tímann og eins vegna þess að ekki er víst að öll þau dauðsföll, sem áttu sér í reynd stað, hafi ratað í skýrslur Bandaríkjahers. Tölur um mannfall í Írak hafa verið mjög á reiki allar götur síðan innrás var gerð í landið í mars árið 2003. Hæsta talan kemur frá breska læknablaðinu Lancet, sem gerði árið 2006 könnun á dauðsföllum í Írak og komst að þeirri niðurstöðu að alls hafi átökin kostað nærri 655 þúsund manns lífið, bæði beint og óbeint, fram til júnímánaðar það ár. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur reglulega birt tölur um dauðsfall bandarískra hermanna í Írak. Sú tala er komin upp í 4.425. Að auki hafa hermenn annarra innrásarríkja gefið upp samtals rúmlega 300 dauðsföll. Á vefsíðunni Iraq Body Count hefur grannt verið fylgst með mannfalli í Írak. Þar hafa menn fullyrt að allt að 107 þúsund almennir borgarar hafi látist af völdum stríðsátakanna. Þær tölur eru byggðar bæði á fréttum, skýrslum óháðra samtaka og opinberum gögnum, sem starfsfólk síðunnar hefur tekið saman jafnóðum. Eftir að hafa farið yfir skjölin frá Wikileaks segir á vefsíðunni Iraq Body Counts að þar hafi komið fram upplýsingar um 15 þúsund dauðsföll almennra borgara, sem áður var ekki vitað um. Heildarfjöldi almennra borgara, sem látnir eru af völdum stríðsins, er þá kominn upp í 122 þúsund samkvæmt heimildum Iraq Body Counts. Samkvæmt þeirri tölu er meðaltal fallinna almennra borgara komið upp í 50 á hverjum einasta degi.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Skjöl frá Bandaríkjaher, sem áttu að fara leynt, sýna að mannfall af völdum stríðsins í Írak hefur verið töluvert meira en til þessa hefur fengist staðfest. Samkvæmt gögnunum, sem birt voru á vefsíðunni Wikileaks um helgina, hafa átökin í Írak kostað 109 þúsund manns lífið þann tíma sem þau ná til, en það er megnið af stríðstímanum, eða frá 1. janúar 2004 til ársloka 2009, að undanskildum maímánuði 2004 og marsmánuði 2009. Stríðið hófst í mars árið 2003. Af þeim sem létu lífið þennan tíma voru 66 þúsund skráðir almennir borgarar, 24.000 uppreisnarmenn, 15 þúsund hermenn írösku stjórnarinnar og tæplega fjögur þúsund hermenn innrásarliðsins. Á forsíðu Wikileaks er bent á að samkvæmt þessum tölum hafi stríðið að meðaltali kostað rúmlega 30 almenna borgara lífið á hverjum einasta degi. Þessar tölur þurfa ekki að vera tæmandi upplýsingar um mannfall í Írak, bæði vegna þess að þær ná ekki yfir allan tímann og eins vegna þess að ekki er víst að öll þau dauðsföll, sem áttu sér í reynd stað, hafi ratað í skýrslur Bandaríkjahers. Tölur um mannfall í Írak hafa verið mjög á reiki allar götur síðan innrás var gerð í landið í mars árið 2003. Hæsta talan kemur frá breska læknablaðinu Lancet, sem gerði árið 2006 könnun á dauðsföllum í Írak og komst að þeirri niðurstöðu að alls hafi átökin kostað nærri 655 þúsund manns lífið, bæði beint og óbeint, fram til júnímánaðar það ár. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur reglulega birt tölur um dauðsfall bandarískra hermanna í Írak. Sú tala er komin upp í 4.425. Að auki hafa hermenn annarra innrásarríkja gefið upp samtals rúmlega 300 dauðsföll. Á vefsíðunni Iraq Body Count hefur grannt verið fylgst með mannfalli í Írak. Þar hafa menn fullyrt að allt að 107 þúsund almennir borgarar hafi látist af völdum stríðsátakanna. Þær tölur eru byggðar bæði á fréttum, skýrslum óháðra samtaka og opinberum gögnum, sem starfsfólk síðunnar hefur tekið saman jafnóðum. Eftir að hafa farið yfir skjölin frá Wikileaks segir á vefsíðunni Iraq Body Counts að þar hafi komið fram upplýsingar um 15 þúsund dauðsföll almennra borgara, sem áður var ekki vitað um. Heildarfjöldi almennra borgara, sem látnir eru af völdum stríðsins, er þá kominn upp í 122 þúsund samkvæmt heimildum Iraq Body Counts. Samkvæmt þeirri tölu er meðaltal fallinna almennra borgara komið upp í 50 á hverjum einasta degi.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“