Erlent

Íran: Kjarnorkuverið í gang snemma á næsta ári

Bushehr kjarnorkuverið.
Bushehr kjarnorkuverið.

Íranskir og rússneskir kjarnorkusérfræðingar eru byrjaðir að flytja kjarnorkueldsneyti inn í kjarnakljúfinn í Bushehr kjarnorkuverinu í Íran. Rússar munu sjá um að reka kjarnorkuverið og er gert ráð fyrir að raforkuframleiðsla geti hafist í verinu snemma á næsta ári.

Framkvæmdir við kjarnorkuverið hófust árið 1975 en hafa margsinnis tafist í gegnum árin.

Eftir að Rússar komu að verkinu komst skriður á málið en Íranar hafa þó veið harðlega gagnrýndir og sakaðir um að hyggja á smíði kjarnorkuvopna. Þeir staðhæfa hinsvegar að aðeins standi til að framleiða raforku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×