Erlent

Klofningur í rauðgrænum

Peter Eriksson, fulltrúi Græningja, Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, og Lars Ohly, leiðtogi Vinstriflokksins.nordicphotos/AFP
Peter Eriksson, fulltrúi Græningja, Mona Sahlin, leiðtogi Sósíaldemókrata, og Lars Ohly, leiðtogi Vinstriflokksins.nordicphotos/AFP
Rauðgræna bandalagið, sem er bandalag stjórnarandstöðuflokkanna þriggja í Svíþjóð, hefur klofnað. Fulltrúar bæði Sósíaldemókrata og Umhverfisflokksins hafa staðfest það í viðtölum við sænska fjölmiðla.

Mona Sahlin, leiðtogi Sósíal­demókrata, segir hlé verða á nánu samstarfi flokkanna. Þó mun samráð verða haft áfram um ýmis helstu málefni, en reglu­legir samráðsfundir eru úr sögunni í bili.

Ríkisstjórn hægriflokkanna, sem komst í minnihluta á þingi eftir kosningar í haust, þarf á stuðningi Umhverfisflokksins að halda, en hyggst einnig leita til Sósíaldemókrata þegar þörf krefur.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×