Fleiri fréttir

Kínverjar sauma enn að Japönum

Tvö japönsk strandgæsluskip tóku fyrr í þessum mánuði kínverskt fiskiskiskip að veiðum við eyjar sem Japan og Kína deila um eignarhald á.

Hættur hjá Wikileaks eftir deilur við Julian

Daniel Schmitt, talsmaður Wikileaks í Þýskalandi, hefur sagt skilið við síðuna eftir deilur við stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Daniel segir í samtali við þýska blaðið Der Spiegel að gríðarlegt álag hafi verið á starfsmönnum Wikileaks undanfarna mánuði og að hans mati hafi mistök verði gerð.

Chavez heldur meirihluta en tapar þó

Stjórnarandstaðan í Venesúela fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem haldnar voru í gær. Flokkur Hugo Chavez var með hreinann meirihluta og gott betur, eða tvo þriðju þingsæta, áður en gengið var til kosninga um helgina. Flokkurinn heldur enn meirihluta sínum en þarf að reiða sig á stuðning annara flokka til þess að koma stórum málum í gegnum þingið. Síðustu þingkosningar í landinu fóru fram árið 2005 og þá sat stjórnarandstaðan heima í mótmælaskyni við ofríki forsetans.

Ísraelar vilja halda viðræðum áfram

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, hvetur Palestínumenn til þess að halda áfram friðarviðræðum þrátt fyrir að tíu mánaða langt byggingarbann landnema á Vesturbakkanum sé runnið út.

Gerðu árás í Pakistan

Hersveitir NATO felldu um 30 skæruliða að eigin sögn í Pakistan á laugardag en sjaldgæft er að átökin í Afganistan nái inn fyrir landamæri Pakistans. Tvær Apache herþyrlur eru sagðar hafa tekið þátt í árásinni en hún var gerð í kjölfar þess að skæruliðar gerðu árás á landamærastöð. Að sögn NATO féllu engir óbreyttir borgarar í aðgerðinni en það hefur ekki verið staðfest. Ómannaðar sprengjflugvélar hafa áður gert árásir í Pakistan en sjaldgæft er að hermenn yfir landamærin.

Hífa námumennina upp í hylkjum

Sérstakt björgunarhylki sem notað verður til að hífa Chileska námumenn upp úr prísund sinni í hruninni námu á 700 metra dýpi er nú komið að munna námunnar. Stálhylkið, sem er aðeins um 50 sentimetra vítt, verður látið síga niður til mannanna og þeir síðan dregnir upp einn af öðrum.

Allt útlit fyrir að um gabb hafi verið að ræða í Svíþjóð

Nú er allt útlit fyrir að sprengjutilkynningin, sem flugstjóra í flugi á milli Pakistan og Kanada barst, hafi verið blekking. Flugvélin lenti í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að kona hringdi í flugstjórann og sagðist telja að maður um borð í vélinni væri með sprengju á sér.

Ed Miliband er nýr formaður Verkamannaflokksins

Ed Miliband var í dag kjörinn formaður breska Verkamannaflokksins. Segja má að sigurinn hafi vart getað verið tæpari því Ed hlaut 50,65% atkvæða en David bróðir hans hlaut 49.35% í lokaumferð kosninganna.

Lindsay Lohan er laus úr fangelsi

Hollywoodleikkonan Lindsay Lohan er laus úr fangelsi, þótt einungis séu fáeinar klukkustundir síðan að henni var stungið inn fyrir að standast ekki fíkniefnapróf.

Lenti í Svíþjóð vegna sprengjuhótunar

Flugmanni á vegum pakistansk flugfélags barst sprengjuhótun þegar að flugvél sem hann flaug var í sænskri lofthelgi á leið frá Kanada til Pakistan í nótt. Samkvæmt frétt dagblaðsins Expressen barst tilkynning um að kona um borð í vélinni bæri sprengju á sér. Flugstjórinn ákvað því að lenda í Stokkhólmi og var vélin rýmd á meðan leitað var að sprengjunni. Þrátt fyrir ítarlega skoðun fannst engin sprengja um borð í vélinni.

Að minnsta kosti 70 látnir vegna fellibyls í Kína

Sjötíu, hið minnsta, hafa látið lífið vegna fellibylsins Fanapi, sem fer nú yfir Suð-austur Kína. Um fjögur þúsund hús hafa eyðilagst af völdum fellibylsins og í kringum hundrað þúsund hafa þurft að flýja heimili sín.

Lindsey Lohan dæmd í mánaðarfangelsi

Leikkonan Lindsey Lohan hefur verið dæmd bak við lás og slá eftir að hún féll á lyfjaprófi í síðustu viku. Dómari í Los Angeles dæmdi Lindsey í fangelsi til 22. október næstkomandi. Lindsey sat einnig í fangelsi í tvær vikur í sumar fyrir að rjúfa skilorð. Árið 2007 ók hún tvívegis undir áhrifum lyfja og áfengis og dvaldi einnig á meðferðarheimili í rúmar þrjár vikur.

Gengu út af SÞ fundi undir ræðu forseta Írans

Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja stóðu upp og gengu út úr salnum á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í gærkvöldi undir ræðu Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans.

Engin skýring hefur fundist

Norska lögreglan rannsakar nú atburði í bænum Mortensrud, þar sem fjölskyldufaðir myrti eiginkonu sína og þrjú börn áður en hann stytti sér aldur.

Stjórnin enn með minnihluta

Endanlegar niðurstöðutölur þingkosninganna í Svíþjóð skiluðu stjórnarflokkum Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra samtals 173 þingsætum, en þá vantar tvö sæti upp á þingmeirihluta.

Fékk blóðfall

Skákmeistarinn Boris Spasskí fékk heilablóðfall um síðustu helgi og liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Moskvu, lamaður öðru megin. Rússneskir fjölmiðlar segja hann hafa fundist meðvitundar­lítinn í rúminu í íbúð sinni í Moskvu síðastliðinn laugardag.

Höfnuðu banni við olíuborun

Evrópuríki höfnuðu í gær tillögu frá Þýskalandi um að bann yrði lagt við olíuborun á grunnsævi í Norður-Atlantshafinu. Tillagan var lögð fram á fundi umhverfisráðherra fimmtán Evrópuríkja með umhverfisstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem haldinn var í Osló í gær. Tilefni tillögunnar voru áhyggjur vegna olíulekans í Mexíkóflóa, sem stóð mánuðum saman í vor og sumar. - gb

Gengu út undir ræðu Ahmadinejads

Fulltrúar Bandaríkjanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gengu út þegar Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans fullyrti að bandarísk stjórnvöld hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Níu ár eru liðin frá því að ráðist var á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Pentagon með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund óbreyttra borgara fórust.

Facebook í vandræðum

Vegna bilanna komast fjölmargir notendur samskiptavefsins Facebook ekki inn á síðuna þessa stundina. Ekki liggur fyrir hvað orsakar vandræðin.

Makaskiptarar og striplingar í stríði

Strandbærinn Cap d'Agde á suðurströnd Frakklands er stundum kallaður berrassaði bærinn vegna hins mikla fjölda striplara sem þangað sækja til þess að baða sig naktir og liggja í sólinni.

Fidel Castro styður Ísraelsríki

Fidel Castro fyrrverandi forseti Kúbu varði tilverurétt Ísraelsríkis í viðtali við bandaríska tímaritið The Atlantic.

Fjöldamorð á fjölskyldu í Osló

Norðmenn eru slegnir mjög yfir fjöldamorði á fjölskyldu í Osló í gær. Þar myrti fjölskyldufaðir eiginkonu sína og þrjár dætur og framdi svo sjálfsmorð.

Þingnefnd skoðar Treholt-mál

Norsk þingnefnd, sem hefur það hlutverk að fylgjast með upplýsinga-, eftirlits- og öryggisþjónustustofnunum norska ríkisins, ætlar að hefja rannsókn á því hvernig farið var með mál Arne Treholt, háttsetts embættismanns í utanríkisráðuneytinu, sem dæmdur var fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna.

Óvíst um framhald viðræðna

Palestínsk ungmenni fóru mikinn í austurhluta Jerúsalemborgar í gær, köstuðu grjóti í strætisvagna, veltu bifreiðum og tókust á við ísrelsku óeirðalögregluna. Lögreglan réðst meðal annars til inngöngu í helgasta stað múslima í borginni.

Leiðtogaskipti í undirbúningi

Norður-Kórea, AP Kommúnistaflokkurinn í Norður-Kóreu hefur ákveðið að landsþing verði haldið 29. september næstkomandi. Þetta þykir benda til þess að Kim Jong Il, leiðtogi flokksins og einræðisherra landsins, ætli hugsanlega að nota þennan vettvang til þess að gera yngsta son sinn, Kim Jong Un, að arftaka sínum, eða í það minnsta fá honum mikilvæga stöðu sem býr hann undir að taka við þegar faðirinn hættir.

Grunur leikur á peningaþvætti í Páfagarði

Fjármálayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á jafnvirði 3,5 milljarða króna á bankareikningi Páfagarðs í bankanum Credito Artigiano í Róm. Grunur leikur á um að bankinn hafi gerst brotlegur við lög um peningaþvætti.

Styrkja þarf stöðu kvenna

Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að bæta þurfi stöðu hinna verst settu í heiminum í ávarpi sínu á leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er við upphaf allsherjarþingsins í New York.

Ekki reyna þetta heima hjá þér

Mönnum gengur misjafnlega að leggja bílum í þröng stæði. Peter Bell frá Nýja Sjálandi á þó ekki í neinum sérstökum erfiðleikum með það.

Talið að maður á fimmtugsaldri hafi drepið konu sína og þrjú börn

Maður á fimmtugsaldri er talinn hafa myrt eiginkonu sína og þrjár dætur í Ósló í Noregi. Lögreglan í borginnileitaði að manninum í dag og í kvöld, en hann hafði sjö ára gamla dóttur sína með sér á flóttanum. Margir lögreglumenn leituðu að manninum, bæði í borginni og á svæði í kringum hana.

Sjá næstu 50 fréttir