Erlent

Allt útlit fyrir að um gabb hafi verið að ræða í Svíþjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pakistanska flugvélin er í Svíþjóð. Mynd/ AFP.
Pakistanska flugvélin er í Svíþjóð. Mynd/ AFP.
Nú er allt útlit fyrir að sprengjutilkynningin, sem flugstjóra í flugi á milli Pakistan og Kanada barst, hafi verið blekking. Flugvélin lenti í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að kona hringdi í flugstjórann og sagðist telja að maður um borð í vélinni væri með sprengju á sér.

Flugvélin var rýmd í Stokkhólmi og maðurinn, sem sagður var bera sprengjuna á sér, var handtekinn um leið og farþegarnir 273 yfirgáfu vélina. Á vef Berlingske Tidende kemur fram að farþegarnir muni dvelja í Stokkhólmi fram til morguns því lögreglan vill yfirheyra nokkra þeirra. Þeir munu gista á hóteli í Stokkhólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×