Erlent

Hættur hjá Wikileaks eftir deilur við Julian

Mynd: Der Spiegel
Daniel Schmitt, talsmaður Wikileaks í Þýskalandi, hefur sagt skilið við síðuna eftir deilur við stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Daniel segir í samtali við þýska blaðið Der Spiegel að gríðarlegt álag hafi verið á starfsmönnum Wikileaks undanfarna mánuði og að hans mati hafi mistök verði gerð.

Talsmenn Wikileaks hafa margir hverjir notast við dulnefni og í viðtalinu opinberar Daniel að hans raunverulega eftirnafn er Domsheit-Berg. Hann segir að sér finnist við hæfi að hann upplýsi um rétt nafn sitt þar sem hann hefur sagt skilið við Wikileaks.

Wikileaks hefur á síðustu mánuðum birt fjölda leyniskjala sem tengjast stríðinu í Afganistan. Að mati Daniels hefur Wikileaks einbeitt sér um of að stórum uppljóstrunum en gleymt þeim minni. Hann segist hafa þrýst á Julian Assange um áherslubreytingar en viðbrögð Julians við því hafi verið ásakanir um að Daniel væri að óhlýðnast honum og þar með að svíkja málstaðinn.

Viðtal Der Spiegel við Daniel í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×