Erlent

Að minnsta kosti 70 látnir vegna fellibyls í Kína

Sjötíu, hið minnsta, hafa látið lífið vegna fellibylsins Fanapi, sem fer nú yfir Suð-austur Kína. Um fjögur þúsund hús hafa eyðilagst af völdum fellibylsins og í kringum hundrað þúsund hafa þurft að flýja heimili sín.

Fanapi kom á land í héraðinu Guangdong og segja veðurfræðingar að felilbylurinn sé sá öflugasti sem skollið hefur á Kína það sem af er árinu. Fellibylurinn hefur ollið bæði flóðum og aurskriðum samkvæmt opinberum fjölmiðlum í Kína.

Lík tuga manna hafa fundist í aurskriðum í Guangdong héraði og að minnsta kosti 65 er saknað.

Hjálpargögn hafa verið send á leiðinni til nauðstaddra, til þess hafa verið notaðar þyrlur, því mörg svæði eru einangruð vegna hamfaranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×