Erlent

Chavez heldur meirihluta en tapar þó

Hugo Chavez.
Hugo Chavez. MYND/AFP

Stjórnarandstaðan í Venesúela fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem haldnar voru í gær. Flokkur Hugo Chavez var með hreinann meirihluta og gott betur, eða tvo þriðju þingsæta, áður en gengið var til kosninga um helgina. Flokkurinn heldur enn meirihluta sínum en þarf að reiða sig á stuðning annara flokka til þess að koma stórum málum í gegnum þingið. Síðustu þingkosningar í landinu fóru fram árið 2005 og þá sat stjórnarandstaðan heima í mótmælaskyni við ofríki forsetans.

Í þetta sinn tóku þeir hinsvegar þátt og var kosningaþáttaka mikil á meðal almennings. Kosningarnar voru sagðar prófsteinn á vinsældir Chavez forseta en hann undirbýr sig nú undir forsetakosningar sem fram fara árið 2012. Svo fór að lokum að flokkur Chavez fékk um 90 þingsæti en sameiginlegt framboð nokkurra flokka náði 59 sætum sem dugar til þess að koma í veg fyrir aukinn meirihluta flokks Chavez.

Stjórnarandstaðan lagði áherslu á að benda á aukna glæpatíiðni í landinu auk þess sem verðbólgan er á hraðri uppleið í landinu. Nýtt þing kemur ekki saman fyrr en í janúar á næsta ári og er talið að í millitíðinni reyni Chavez að keyra í gegn ýmis mál sem hann veit að verður erfitt að koma í gegnum nýja þingið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×