Erlent

Leiðtogaskipti í undirbúningi

Kim Jong Il
Kim Jong Il
Norður-Kórea, AP Kommúnistaflokkurinn í Norður-Kóreu hefur ákveðið að landsþing verði haldið 29. september næstkomandi. Þetta þykir benda til þess að Kim Jong Il, leiðtogi flokksins og einræðisherra landsins, ætli hugsanlega að nota þennan vettvang til þess að gera yngsta son sinn, Kim Jong Un, að arftaka sínum, eða í það minnsta fá honum mikilvæga stöðu sem býr hann undir að taka við þegar faðirinn hættir.

Landsþing Kommúnistaflokksins í Norður-Kóreu hefur ekki verið haldið síðan árið 1980 þegar Kim Jong Il, sem þá var 38 ára, kom fyrst fram með föður sínum, Kim Il Sung, leiðtoga landsins frá stofnun.

Ljóst þótti þá að Kim Jong Il ætti að taka við stjórn landsins.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×