Erlent

Ellefu létust í umferðarslysi nærri Berlín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð nærri Berlín. Mynd/ afp.
Slysið varð nærri Berlín. Mynd/ afp.
Að minnsta kosti ellefu manns létust og 30 slösuðust alvarlega í rútuslysi í nágrenni við Berlín, höfuðborg Þýskalands.

Samkvæmt frétt Danmarks Radio, sem vitnar í dagblaðið Berliner Kurier, varð bílslysið þegar að ökumaður pólskrar rútu reyndi að koma í veg fyrir að bifreiðin rækist á fólksbíl á hraðbraut. Talið er að sextán af þeim 30 sem slösuðust hafi hlotiið alvarleg meiðsl.

Berliner Kurier segir að stór hluti farþega í rútunni hafi verið unglingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×