Erlent

Höfnuðu banni við olíuborun

Evrópuríki höfnuðu í gær tillögu frá Þýskalandi um að bann yrði lagt við olíuborun á grunnsævi í Norður-Atlantshafinu. Tillagan var lögð fram á fundi umhverfisráðherra fimmtán Evrópuríkja með umhverfisstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem haldinn var í Osló í gær.

Tilefni tillögunnar voru áhyggjur vegna olíulekans í Mexíkóflóa, sem stóð mánuðum saman í vor og sumar. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×