Erlent

Allsherjarverkfall aftur skollið á í Frakklandi

Frönsk verkalýðsfélög efna aftur til allsherjarverkfalls í landinu í dag til að mótmæla áformum stjórnvalda um að hækka ellilífeyrisaldurinn úr 60 og í 62 ár.

Verkfallið mun trufla lestar- og flugsamgöngur landsins, skóla og póstþjónustuna. Þeir sem skipulegga verkfallið vonast til að fleiri taki þátt en síðast, þann 7. september, þegar yfir milljón Frakka lögðu niður vinnu sína í einn dag, að því er segir í frétt á BBC.

Talið er að verkfallið komi verst niður á lestarsamgöngunum og að aðeins önnur hver lest keyri í dag. Þá er búið að fella niður helming af flugáætlunarferðum til Orly flugvallar en hlutfallið er um 40% á öðrum flugvöllum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×