Erlent

Grunur leikur á peningaþvætti í Páfagarði

Bankinn sem Páfagarður skiptir við sætir rannsókn.
fréttablaðið/AP
Bankinn sem Páfagarður skiptir við sætir rannsókn. fréttablaðið/AP
Fjármálayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á jafnvirði 3,5 milljarða króna á bankareikningi Páfagarðs í bankanum Credito Artigiano í Róm. Grunur leikur á um að bankinn hafi gerst brotlegur við lög um peningaþvætti.

Það var ítalskt fjármálafyrirtæki sem lét seðlabanka Ítalíu vita af því að viðskipti banka Páfagarðs stönguðust hugsanlega á við lög. Bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri bankans sæta rannsókn.

Talsmaður Páfagarðs sagðist furðu lostinn, en Páfagarður má varla við fjármálahneyksli ofan í kynferðisbrotahneykslin undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×