Erlent

Óvíst um framhald viðræðna

Óeirðir hófust eftir að Palestínumaður lést af skotsárum.nordicphotos/AFP
Óeirðir hófust eftir að Palestínumaður lést af skotsárum.nordicphotos/AFP
Palestínsk ungmenni fóru mikinn í austurhluta Jerúsalemborgar í gær, köstuðu grjóti í strætisvagna, veltu bifreiðum og tókust á við ísrelsku óeirðalögregluna. Lögreglan réðst meðal annars til inngöngu í helgasta stað múslima í borginni.

Óeirðirnar hófust eftir að ísraelskur öryggisvörður skaut til bana rúmlega þrítugan Palestínumann í hverfi, þar sem um 70 fjölskyldur heittrúaðra gyðinga búa.

Óljóst er hvort friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna halda áfram eftir að tíu mánaða bann við framkvæmdum á vegum ísraelskra landtökumanna rennur út um helgina.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×