Erlent

Leitarvél birtir lista með spurningum sem ekki er hægt að svara

Netleitarvélin Ask Jeeves hefur tekið saman lista með 10 spurningum sem fólk um allan heim telur að ekki sé hægt að finna svör við.

Ask Jeeves byggir lista sinn á yfir milljarði fyrirspurna sem leitarvélinni hafa borist frá því að hún var stofnuð árið 2000. Ask Jeeves hefur átt undir högg að sækja í baráttunni við Google og aðrar þekktari leitarvélar á netinu en hún er byggð þannig upp að notandinn getur lagt fram spurningar um allt milli himins og jarðar og Ask Jeeves reynir að svarar þeim.

Það kemur ekki á óvart að í efstu sætum þessa lista eru spurningar á borð við Hver er tilgangur lífsins? og Er Guð til? Aðrar spurningar sem brenna á fólki en það fær ekki svar við eru Hvað er ást?, Hver er besti megrunarkúrinn? og Hvað er leyndarmálið á bakvið hamingju?

En á listanum má einnig finna spurningar sem ekki snúast um líf og dauða. Í þriðja sæti er til dæmis spurningin Er meira fjör hjá ljóskum? og í níunda sæti er spurningin Dó Tony Soprano? en þar er víst verið að vísa í bandaríska sjónvarpsþáttaröð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×