Erlent

Teresa Lewis tekin af lífi með eitursprautu

Hin fertuga Teresa Lewis var tekin af lífi með eitursprautu í Greensville fangelsinu í Virginíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í Bandaríkjunum á undanförnum 5 árum og sú fyrsta sem líflátin er í Virginíu síðan árið 1912.

Teresa var fundin sek árið 2002 um að hafa skipulagt morðið á eiginmanni sínum og stjúpsyni en hún fékk tvo leigumorðingja til verknaðarins.

Málið hefur vakið mikla athygli vestan hafs og reynt var að fá dauðadóminum hnekkt á þeim forsendum að Teresea væri þroskaheft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×