Erlent

Fósturlát mögulegt ef meðganga nær langt framyfir áætlaðan fæðingardag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það getur verið óheppilegt að konur gangi langt framyfir settan dag. Mynd/ afp.
Það getur verið óheppilegt að konur gangi langt framyfir settan dag. Mynd/ afp.
Þegar meðgöngutími hjá ófrískum konum nær langt fram yfir settan fæðingardag aukast líkur á því að barn látist á meðgöngu. Ástæðan er sú að fylgjan hjá sumum konum virkar ekki eins vel þegar kona gengur með fram yfir settan dag.

Í langflestum tilfellum lýkur meðgöngunni farsællega fyrir bæði móður og barn, segir á fréttavef Danmarks Radio. Hins vegar þekkist dæmi þess að fóstur hafi látist þegar að kona hefur gengið meira en eina viku framyfir með barnið. Líkur séu á að mörg þessara barna hefðu lifað af ef að læknar hefðu sett fæðingu af stað í tæka tíð.

Olav Bjørn Petersen, læknir á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum, segir að miklum fjármunum sé varið til þess að gera konum upphaf meðgöngunnar bærilegri. Hins vegar þurfi ef til vill að verja meiri pening og krafti í að gera síðari hluta meðgöngunnar betri hjá mörgum konum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×