Fleiri fréttir

Fellibylurinn Fanapi skellur á Kína

Að minnsta kosti 13 fórust og 34 er saknað eftir að fellibylurinn Fanapi skall á suðurströnd Kína í gær.Fanapi olli bæði flóðum og aurskriðum að sögn opinberra fjölmiðla í Kína.

Uffe Ellemann hraunar yfir dönsku ríkisstjórnina

Íslandsvinurinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum ráðherra og formaður Venstri flokksins gagnrýnir ríkisstjórn Danmerkur harðlega í nýrri grein sem kemur út í tímaritinu Euroman á morgun.

Víst klauf Móses Rauða hafið

Í Biblíunni segir frá því að þegar Móses leiddi ísraelíta út úr Egyptalandi hafi þeir lent í gildru með Rauða hafið á aðra hönd og hersveitir faraós á hina.

Iron Maiden spilar á næstu Hróarskelduhátíð

Breska rokksveitin Iron Maiden verður ein af aðalhljómsveitum á næstu Hróarskelduhátíð sem fram fer næsta sumar. Fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, að þetta sé eina hljómsveitin sem hafi boðað komu sína á hátíðina.

Konur taka völdin í Sviss

Búist er við að konur verði í meirihluta í ríkisstjórn Sviss eftir kosningar sem fram fara á morgun.

Byltingarverðir Írans fá nýja eldflaug

Íranska varnarmálaráðuneytið hefur tilkynnt að Byltingarvörðunum svokölluðu hafi verið fengin ný eldflaug til að nota á skotmörk á jörðu niðri.

Lindsay Lohan aftur á leið í fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan er að öllum líkindum aftur á leið í fangelsið. Dómari í Los Angeles hefur afturkallað skilorð hennar og skipað henni að mæta í réttarsal á föstudag.

Kría slær aldursmet sjófugla í Bretlandi

Kría hefur slegið aldursmet sjófugla í Bretlandi. Krían sem hér um ræðir er að minnsta kosti 30 ára og þriggja mánaða gömul en fyrra aldursmet átti kría sem náði tæplega þrítugsaldri.

Norrænir velferðarflokkar missa fylgið

Sænskir sósíaldemókratar hlutu slæma útreið í þingkosningunum á sunnudag. Þeir fengu 30,9 prósenta fylgi og hafa ekki fengið verri niðurstöður úr kosningum síðan 1914.

Leiðtogaskipti framundan í Norður-Kóreu

Allar líkur eru á að leiðtogaskipti séu í uppsiglingu í Norður Kóreu og að Kim Jong-un taki við stöðunni. Kim er yngsti sonur Kim Jong-il núverandi leiðtoga landsins.

Rannsókn sögð nauðsynleg

Óháð kosningaeftirlitsstofnun í Afganistan hvetur Hamid Karzai forseta og önnur stjórnvöld til að leyfa ítarlega rannsókn á því hvort víðtækt kosningasvindl hafi verið viðhaft um helgina.

20 létust í lestarslysi á Indlandi

Að minnsta kosti tuttugu fórust í lestarslysi á Indlandi í dag og eru um fimmtíu slasaðir. Slysið varð með þeim hætti að vöruflutningalest skall framan á farþegalest sem var kyrrstæð á lestarteinunum skammt frá brautarstöðinni í bænum Badarwas sem er nálægt stórborginni Bhopal.

Paris Hilton sleppur með skilorðsbundin dóm

Leikkonan og partýljónið Paris Hilton sleppur með skilorðsbundin dóm þegar hún kemur fyrir dómara í dag Í Las Vegas. Hún er ákærð fyrir að hafa haft kókaín í fórum sínum í borginni í lok síðasta mánaðar.

Fellibylurinn Fanapi olli miklu tjóni á Taiwan

Fellibylurinn Fanapi er nú á leið frá Taiwan og áleiðis til suðurstrandar Kína. Á Taiwan olli fellibylurinn miklu tjóni og að minnsta kosti þrír létu lífið af hans völdum.

Fellibylurinn Igor herjar á Bahamaeyjar

Fellibylurinn Igor skall á Bahamaeyjum í nótt. Mikil flóð hafa fylgt Igor á eyjum og þúsundir eyjabúa eru nú án rafmagns. Ekki er vitað um manntjórn af völdum Igors.

Teboðshreyfingin á mikilli siglingu

Demókratar í Bandaríkjunum glöddust innilega í liðinni viku þegar velgengni svokallaðrar Teboðshreyfingar kom í ljós í prófkjörum Repúblikanaflokksins. Demókratar höfðu treyst á að öfgakenndur málflutningur Teboðsfólksins færi illa í kjósendur, sem frekar myndu greiða hófsamari repúblikönum atkvæði sitt. Fylgi demókrata myndi fyrir vikið styrkjast.

Sænska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt útgönguspám

Kjörstöðum í Svíþjóð var lokað fyrir hálftíma og virðist sænska ríkisstjórnin ætla að halda velli samkvæmt útgönguspá. Samkvæmt henni fær kosningabandalag mið- og hægri flokka 49,1 prósent atkvæða og bandalag vinstriflokka 45,1 prósent. Sænskir demókratar fá menn á þing, með 4,6 prósent atkvæða.

Versti pabbi í heimi: Tíu börn með tíu konum á tíu árum

Keith Mcdonald hefur fengið hið vafasama viðurnefni „versti pabbi í heimi“ í breskum fjölmiðlum en hann hefur eignast átta börn með átta konum. Tvö börn til viðbótar eru á leiðinni en þau á hann með sitthvorri móðirinni.

Sakaðir um að safna hauskúpum fórnarlamba sinna

Fimm bandarískir hermenn í Afganistan hafa verið sakaðir um grimdarverk þegar þeir gegndu herskyldu þar í landi. Mennirnir eru meðal annars sagðir haldnir kvalalosta en sundurlimuðu borgara sem þeir höfðu myrt og tóku myndir af líkunum.

23 létust í tveimur bílasprengingum

Tvær bílasprengjur sprungu í Írak í dag og urðu 23 að bana. Sprengjurnar sprungu á sitthvorum staðnum í Norður-Bagdad og særðu um 100 manns.

Mjótt á mununum í Svíþjóð

Níu milljónir Svía ganga að kjörborðinu í dag í þessu fjölmennasta ríki Norðurlandanna. Kannanir benda til að mjótt verði á munum milli bandalags mið- og hægriflokka annars vegar og bandalags vinstriflokkanna hins vegar.

Ól áttunda hún sinn

Risapanda sem ólst upp í dýragarði í Bandaríkjunum ól áttunda hún sinn á föstudag. AFP fréttastofan segir að um mjög fátíðan atburð sé að ræða, enda hafi gengið mjög illa að rækta risapöndur.

Fellur í skugga kynferðisbrota

Benedikt páfi viðurkenndi í vikunni, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Bretlands, að kaþólska kirkjan hafi hvorki brugðist nógu fljótt né nógu ákveðið við þegar prestar hafa verið sakaðir um kynferðisbrot gegn börnum. Hann sagði það nú vera fyrsta forgangsmál kirkjunnar að hjálpa fórnarlömbum slíkra brotamanna að ná sér.

Hávaðarifrildi við Sarkozy

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti átti í hörkurifrildi við aðra leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á leiðtogafundi þeirra í Brussel í gær. Sarkozy var afar ósáttur við gagnrýni Evrópusambandsins á aðgerðir franskra stjórnvalda gegn sígaunum, eða rómafólki eins og þeir nefna sig sjálfir.

Reyna allt til að hindra svindl

Mikill viðbúnaður lögreglu og hers er í Afganistan vegna þingkosninga, sem haldnar verða þar í dag. Óttast er að andstæðingar bæði stjórnvalda og erlenda herliðsins reyni að trufla framkvæmdina með ofbeldi og hótunum.

Vill vinna bug á ríkishallanum

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mælir fyrir því að stjórnvöld vestanhafs hækki skatta svo þau geti unnið bug á hallarekstri. Þetta þykir óvenjulegur viðsnúningur hjá Greenspan, sem var seðlabankastjóri á árunum 1987 til byrjun árs 2006, enda studdi hann skattalækkanir í tíð George W. Bush forseta og hefur fram til þessa talið hækkun þeirra hafa neikvæð áhrif. Bloomberg-fréttaveitan bendir á að Greenspan hafi ekki talið skattalækkanirnar koma illa við hið opinbera þá vegna þess að afgangur var af fjárlögum. Aðstæður séu aðrar nú.

Styðja WikiLeaks hermanninn

Stuðningsmenn bandaríska hermannsins Bradley Mannings ætla að halda útifundi honum til stuðnings í nítján borgum Bandaríkjanna í dag.

Sjá næstu 50 fréttir