Erlent

Fjöldamorð á fjölskyldu í Osló

Óli Tynes skrifar
Frá Osló.
Frá Osló.

Norðmenn eru slegnir mjög yfir fjöldamorði á fjölskyldu í Osló í gær. Þar myrti fjölskyldufaðir eiginkonu sína og þrjár dætur og framdi svo sjálfsmorð.

Hjónin voru á fertugsaldri. Maðurinn var frá Íran og eiginkonan frá Marokkó. Lögreglan fann lík eiginkonunnar og fjórtán daga gamla dóttur í íbúð hjónanna.

Um svipað leyti fannst lík níu ára dóttur í stöðuvatni rétt utan við Osló. Skömmu síðar fundust svo lík síðustu dótturinnar og eiginmannsins, einnig í vatninu. Sú dóttir var sjö ára gömul.

Lögreglan segir að hún hafi enn enga hugmynd um orsakir þessa harmleiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×