Erlent

Lindsey Lohan dæmd í mánaðarfangelsi

Lindsey Lohan mun þurfa að dúsa í fangelsi í mánuð, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi meðan hún var á skilorði.
Lindsey Lohan mun þurfa að dúsa í fangelsi í mánuð, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi meðan hún var á skilorði.
Leikkonan Lindsey Lohan hefur verið dæmd bak við lás og slá eftir að hún féll á lyfjaprófi í síðustu viku. Dómari í Los Angeles dæmdi Lindsey í fangelsi til 22. október næstkomandi. Lindsey sat einnig í fangelsi í tvær vikur í sumar fyrir að rjúfa skilorð. Árið 2007 ók hún tvívegis undir áhrifum lyfja og áfengis og dvaldi einnig á meðferðarheimili í rúmar þrjár vikur.



Búist var við því að dómarinn myndi dæma hana til meðferðar, fremur en fangelsisvistar. Hann ákvað samt sem áður að dæma hana í fangelsi. Ekki er gert ráð fyrir því að hún losni fyrr úr fangelsinu fyrir 22. október. Faðir hennar segir að fangelsisvist sé ekki góð fyrir neinn. „Það hjálpar engum að bæta sig, ég hef verið þar sjálfur. Lindsey veit hvað hún vill og hvað hún þarfnast til að komast á réttu brautina, en því miður er það aðeins of seint."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×