Erlent

Gerðu árás í Pakistan

MYND/AFP
Hersveitir NATO felldu um 30 skæruliða að eigin sögn í Pakistan á laugardag en sjaldgæft er að átökin í Afganistan nái inn fyrir landamæri Pakistans. Tvær Apache herþyrlur eru sagðar hafa tekið þátt í árásinni en hún var gerð í kjölfar þess að skæruliðar gerðu árás á landamærastöð. Að sögn NATO féllu engir óbreyttir borgarar í aðgerðinni en það hefur ekki verið staðfest. Ómannaðar sprengjflugvélar hafa áður gert árásir í Pakistan en sjaldgæft er að hermenn yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×