Erlent

Ísraelar vilja halda viðræðum áfram

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, hvetur Palestínumenn til þess að halda áfram friðarviðræðum þrátt fyrir að tíu mánaða langt byggingarbann landnema á Vesturbakkanum sé runnið út.

Palestínumenn hafa sagt að bannið sé forsenda þess að haldið verði áfram viðræðum en Ísraelsmenn virðast ekki ætla að framlengja það og búist er við því að hafist verði handa við byggingarnar í dag.

Bandaríkjamenn hafa hvatt Ísrael til þess að framlengja bannið, án árangurs til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×