Erlent

Ed Miliband er nýr formaður Verkamannaflokksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ed Miliband var í dag kjörinn formaður breska Verkamannaflokksins. Segja má að sigurinn hafi vart getað verið tæpari því Ed hlaut 50,65% atkvæða en David bróðir hans hlaut 49.35% í lokaumferð kosninganna.

David óskaði bróður sínum strax til hamingju með sigurinn, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. Hann faðmaði hann innilega að sér. Stuðningsmenn Verkamannaflokksins vonast til að þetta marki upphafið að meiri einingu innan flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×