Erlent

Facebook í vandræðum

Mynd/AP

Vegna bilanna komast fjölmargir notendur samskiptavefsins Facebook ekki inn á síðuna þessa stundina. Greint var frá því í dönskum fjölmiðlum í morgun að tölvuþrjótar stæðu fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook og voru notefndur samskiptavefsins beðnir um að fara varlega.

Á vef Ríkisútvarpsins varar Friðrik Skúlason, tölvufræðingur, fólk við tölvupósti sem sendur er í nafni Facebook en er í raun frá glæpasamtökum í Austur-Evrópu. Friðrik segir að mesta ógnin þessa dagana sé tölvupóstur sem sendur er út í milljónum eða jafnvel milljörðum eintaka um allan.

Facebook var stofnað í febrúar 2004, upphaflega ætlað sem samskiptanet á milli nemenda Harvardskólans í Bandaríkjunum. Notendur Facebook eru nú orðnir yfir 500 milljónir.




Tengdar fréttir

Vírus- og ruslpóstsárás í gangi á Facebook

Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×