Erlent

Helmingur vændiskvenna í Danmörku af erlendum uppruna

Nær helmingur af þeim 5.500 vændiskonum sem starfa í Danmörku er af erlendum uppruna. Flestar þeirra koma frá Taílandi

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem félagsmálaráðuneyti Danmerkur hefur sent frá sér. Stærsti hlutinn af erlendu vændiskonunum kemur frá Asíu en þær eru taldar vera um 900 talsins.

Í skýrslunni segir að mikill meirihluti þeirra komi frá Taílandi en vændiskonur þaðan hafa varanlegt dvalarleyfi í landinu og eru oft giftar dönskum mönnum. Næstflestar hinna erlendu vændiskvenna koma frá fátækari löndum Austur-Evrópu. Oftast ferðast þær milli Danmerkur og heimalands síns á ferðamannaáritun.

Fram kemur í skýrslunni að sýnilegasti hluti erlendra vændiskvenna í Danmörku koma frá Afríku. Þær eru sýnilegar þar sem þær starfa sem götumellur og eru mjög ákafar í að selja sig. Vændiskonur frá Afríku eru hinsvegar mun færri en þær sem koma frá Asíu og Austur Evrópu.

Niðurstöður skýrslunnar byggja á upplýsingum frá félagsmálastofnunum og lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×