Erlent

Mesta bráðnun innlandsíssins á Grænlandi frá 1873

Innlandsísinn á Grænlandi hefur bráðnað gífurlega í sumar og raunar er bráðnunin talin sú mesta síðan hitamælingar hófust á Grænlandi árið 1873.

Sumarið hefur verið mjög gott á Grænlandi og mörg hitamet hafa verið slegin í ár. Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að 540 rúmkílómetrar af ís hafi bráðnað á Grænlandi í sumar sem er 20-25% meira en í venjulegu ári.

Vatnsmagnið úr þeim ís sem bráðnað hefur gæti séð Danmörku fyrir neysluvatni í mörg hundruð ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×