Erlent

Hífa námumennina upp í hylkjum

Hafsteinn G. Hauksson skrifar
Dóttir eins námumannsins prófar hylkið sem hannað hefur verið. Mynd/ afp.
Dóttir eins námumannsins prófar hylkið sem hannað hefur verið. Mynd/ afp.
Sérstakt björgunarhylki sem notað verður til að hífa Chileska námumenn upp úr prísund sinni í hruninni námu á 700 metra dýpi er nú komið að munna námunnar. Stálhylkið, sem er aðeins um 50 sentimetra vítt, verður látið síga niður til mannanna og þeir síðan dregnir upp einn af öðrum.

Aðstandendum námuverkamannanna var leyft að prófa að stíga inn í hylkið, og hefur Breska ríkisútvarpið eftir einum að það hafi verið þægilegra en hann bjóst við, þrátt fyrir þrengslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×