Erlent

Lenti í Svíþjóð vegna sprengjuhótunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vélin lenti í Stokkhólmi í nótt vegna sprengjuhótunar. Mynd/ afp.
Vélin lenti í Stokkhólmi í nótt vegna sprengjuhótunar. Mynd/ afp.
Flugmanni á vegum pakistansk flugfélags barst sprengjuhótun þegar að flugvél sem hann flaug var í sænskri lofthelgi á leið frá Kanada til Pakistan í nótt. Samkvæmt frétt dagblaðsins Expressen barst tilkynning um að kona um borð í vélinni bæri sprengju á sér. Flugstjórinn ákvað því að lenda í Stokkhólmi og var vélin rýmd á meðan leitað var að sprengjunni. Þrátt fyrir ítarlega skoðun fannst engin sprengja um borð í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×