Erlent

Gengu út undir ræðu Ahmadinejads

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans ávarpaði allsherjarþing SÞ í kvöld.
Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans ávarpaði allsherjarþing SÞ í kvöld. Mynd/AP
Fulltrúar Bandaríkjanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gengu út þegar Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans fullyrti að bandarísk stjórnvöld hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Níu ár eru liðin frá því að ráðist var á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Pentagon með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund óbreyttra borgara fórust.

Fulltrúar fleiri ríkja gengu út undir ræðunni. Frá því að Ahmadinejad var kjörinn forseti árið 2005 hefur hann ítrekað vakið hneykslun. Hann hefur til að mynda sagt að helförin væri ekkert annað en uppdiktuð saga notuð til þess að rökstyðja tilverurétt Ísraelsríkis. Þá hefur Ahmadinejad sagst vilja að Ísrael verði þurrkað út af kortinu og meðal annars lagt til að Þýskaland, Austurríki og Bandaríkin taki við gyðingum þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×