Fleiri fréttir Málefnin ráða afstöðu kjósenda Í skoðanakönnun sem Opinion hefur gert fyrir norska dagblaðið Aftenposten telja 57 prósent aðspurðra að málefni ráði mestu um hvaða flokk þeir kjósa í kosningunum til norska Stórþingsins eftir 12 daga. 30.8.2005 00:01 Hátt í hundrað látnir í hamförum Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. 30.8.2005 00:01 Aldrei kynnst neinu þessu líku Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi. 30.8.2005 00:01 Dýrasti fellibylur sögunnar Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð. 30.8.2005 00:01 Óþreyjan vex Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær. 30.8.2005 00:01 Netanyahu hjólar í Sharon Benjamín Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið sig fram gegn Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra, í formannskosningum í Likud-bandalaginu. 30.8.2005 00:01 Ofbeldisklám bannað Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt. 30.8.2005 00:01 Handtökur vegna Hariri-morðs Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, 14. febrúar síðastliðinn. 30.8.2005 00:01 Prinsessan verður flengd Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf. 30.8.2005 00:01 Lokað vegna sprengjuótta Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað um tveggja tíma skeið í gær vegna sprengjuótta. 30.8.2005 00:01 Allt að hundrað taldir af Óttast er að allt að hundrað manns hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin í fyrradag. Margir mánuðir geta verið þangað til fólk fær að snúa aftur til heimila sinna. 30.8.2005 00:01 Hótelgistingin of ódýr Að mati samtaka hótela og veitingahúsa í Danmörku er hótelgisting í Kaupmannahöfn of ódýr. 30.8.2005 00:01 Dregur aðeins úr hraða Katrínar Aðeins er um klukkustund í að einhver öflugasti fellibylur sögunnar skelli beint á hjarta borgarinnar New Orleans í suðurhluta Bandaríkjanna. Það hefur dregið lítið eitt úr hraða fellibylsins Katrínar og er hann nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur á Saffire Simpson skalanum, sem er næsthæsta stigið. Katrín æðir þó enn áfram á nærri sjötíu metra hraða á sekúndu. 29.8.2005 00:01 Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. 29.8.2005 00:01 Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. 29.8.2005 00:01 Skutu hljóðmann frá Reuters Bandarískir hermenn í Írak skutu í gær hljóðmann frá Reuters-fréttastofunni til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks, og særðu myndatökumann sem var með honum. Að sögn íröksku lögreglunnar var myndatökumaðurinn síðan handsamaður og færður til yfirheyrslu þar sem hann mátti dúsa í sex klukkutíma án þess að hugað væri að skotsári sem hann hlaut. 29.8.2005 00:01 Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. 29.8.2005 00:01 Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. 29.8.2005 00:01 Varaði við árásum í Indónesíu Forseti Indónesíu varaði landa sína í dag við hugsanlegum hryðjverkaárasum í landinu á næstu tveimur mánuðum þar sem hryðjuverkahópar á vegum al-Qaida væru enn virkir í landinu. Susilo Bambang Yudhoyono forseti sagði september og október þá mánuði sem hryðjuverkamenn létu helst til skarar skríða en síðustu ár hafa stórar árásir verið gerðar á þessu tímabili í Indónesíu. 29.8.2005 00:01 Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. 29.8.2005 00:01 Katrín að skella á New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú við það að skella á New Orleans af fullum krafti. Óttast er að meirihluti borgarinnar geti farið á kaf í vatni og milljón borgarbúa hið minnsta hafa flúið heimili sín. 29.8.2005 00:01 Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. 29.8.2005 00:01 Óttast að missa húsið sitt Linda Garðarsdóttir, sem búið hefur í New Orleans í 12 ár, óttast að hún hafi þegar misst heimili sitt vegna fellibylsins Katrínar. Hún segir veðurhaminn svo mikinn að ekki sé hægt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. 29.8.2005 00:01 Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. 29.8.2005 00:01 Felldu háttsettan talibana Bandaríkjaher greindi frá því í dag að einn af leiðtogum talibana í suðurhluta Afganistans hefði verið felldur í síðustu viku. Maðurinn, Payenda Mohammed, er talinn hafa staðið á bak við fjölda árása í Uruzgan-héraði í Suður-Afganistan, en hann mun hafa stjórnað um 150 manna uppreisnarher í héraðinu. 29.8.2005 00:01 Í mál vegna illrar meðferðar Tíu ára gamall íranskur drengur hefur höfðað mál á hendur áströlskum stjórnvöldum fyrir að skaða geðheilsu hans með því að láta hann dúsa í flóttamannabúðum við illan kost í fimm ár. Shayan Badraie var í fjölmennum hópi íranskra flóttamanna sem náðu ströndum Ástralíu árið 2000 en hann hefur síðan verið í afgirtum flóttamannabúðum fjarri mannabyggðum. 29.8.2005 00:01 Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. 29.8.2005 00:01 Vonast eftir samevrópskum grunni Frakkar segjast vonast til þes að svartur listi þeirra og Belga yfir flugfélög sem þeir telja að hafi öryggismál sín ekki í lagi, verði til þess að hraða því að samevrópskur gagnagrunnur og sambærilegur listi verði gerður. Á listanum eru sem stendur fjórtán flugfélög. 29.8.2005 00:01 Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. 29.8.2005 00:01 Rúmenar hraði umbótum Ef rúmensk stjórnvöld hraða ekki umbótum í landinu verður inngöngu þess í Evrópusambandið seinkað um ár, fram til 2008. Það er ýmislegt sem vantar upp á en embættismenn segja að meðal þess sem verði að batna sé dómskerfið, samkeppnislögin, skipulag landbúnaðarins og umhverfismál. 29.8.2005 00:01 Rændu peningabíl í Stokkhólmi Fjórir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu peningaflutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Stokkhólms um hádegisbilið í dag. Ekki er ljóst hvort og þá hversu mikið þeir höfðu á brott með sér. 29.8.2005 00:01 Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. 29.8.2005 00:01 Rafmagnsleysi víða í New Orleans Áhrifa fellibylsins Katrínar er nú farið að gæta óþyrmilega í New Orleans. Tveggja metra djúpt vatn flæðir nú um hluta borgarinnar, stór hluti er rafmagnslaus og þakplötur og allt lauslegt fýkur á ofsahraða um göturnar. 29.8.2005 00:01 Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. 29.8.2005 00:01 Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. 29.8.2005 00:01 Dregur úr krafti Katrínar Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. 29.8.2005 00:01 Þónokkrir Íslendingar á svæðinu Á þessu svæði, þar sem Katrín veldur usla, búa þónokkrir Íslendingar. Flestir sem búa í New Orleans eru flúnir en aðrir halda kyrru fyrir þó að Katrín sé á leiðinni til þeirra. 29.8.2005 00:01 15 flugfélög á svartan lista Frakkland og Belgía hafa birt lista yfir þau flugfélög sem fá ekki að lenda þar. Svissnesk yfirvöld hyggjast birta sambærilega lista í dag. Tilgangurinn er að róa almenning vegna fimm alvarlegra flugslysa undanfarið. Í einu þeirra létust 160 manns í Venesúela, flestir þeirra franskir ríkisborgarar. 29.8.2005 00:01 Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 29.8.2005 00:01 Telur möguleika sína hafa aukist Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. 29.8.2005 00:01 Lokað vegna hótunar Flugvél var rýmd og flugvelli var lokað í Japan í gær vegna sprengjuhótunar. Vélin var að leggja af stað frá Sendai í Norður-Japan til Sapporo þegar símtal barst um að sprengja væri um borð og var vélin þá rýmd þegar í stað. 29.8.2005 00:01 Chavez vill framsal Hugo Chavez, forseti Venesúela, útilokar ekki að farið verði fram á framsal sjónvarpspredikarans Pat Robertson eftir að hann lýsti þeirri skoðun sinni að bandarísk stjórnvöld ættu að láta ráða Chavez af dögum. 29.8.2005 00:01 Schröder sigurviss Gerhard Schröder Þýskalandskanslari er bjartsýnn á að flokkur hans verði enn við völd að loknum kosningunum 18. september. 29.8.2005 00:01 Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. 29.8.2005 00:01 Geislavirk efni á glámbekk Ástralskir vísindamenn hafa fundið talsvert magn geislavirkra efna í tveimur Asíulöndum sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. 29.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Málefnin ráða afstöðu kjósenda Í skoðanakönnun sem Opinion hefur gert fyrir norska dagblaðið Aftenposten telja 57 prósent aðspurðra að málefni ráði mestu um hvaða flokk þeir kjósa í kosningunum til norska Stórþingsins eftir 12 daga. 30.8.2005 00:01
Hátt í hundrað látnir í hamförum Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. 30.8.2005 00:01
Aldrei kynnst neinu þessu líku Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi. 30.8.2005 00:01
Dýrasti fellibylur sögunnar Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð. 30.8.2005 00:01
Óþreyjan vex Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær. 30.8.2005 00:01
Netanyahu hjólar í Sharon Benjamín Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið sig fram gegn Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra, í formannskosningum í Likud-bandalaginu. 30.8.2005 00:01
Ofbeldisklám bannað Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt. 30.8.2005 00:01
Handtökur vegna Hariri-morðs Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, 14. febrúar síðastliðinn. 30.8.2005 00:01
Prinsessan verður flengd Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf. 30.8.2005 00:01
Lokað vegna sprengjuótta Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað um tveggja tíma skeið í gær vegna sprengjuótta. 30.8.2005 00:01
Allt að hundrað taldir af Óttast er að allt að hundrað manns hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin í fyrradag. Margir mánuðir geta verið þangað til fólk fær að snúa aftur til heimila sinna. 30.8.2005 00:01
Hótelgistingin of ódýr Að mati samtaka hótela og veitingahúsa í Danmörku er hótelgisting í Kaupmannahöfn of ódýr. 30.8.2005 00:01
Dregur aðeins úr hraða Katrínar Aðeins er um klukkustund í að einhver öflugasti fellibylur sögunnar skelli beint á hjarta borgarinnar New Orleans í suðurhluta Bandaríkjanna. Það hefur dregið lítið eitt úr hraða fellibylsins Katrínar og er hann nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur á Saffire Simpson skalanum, sem er næsthæsta stigið. Katrín æðir þó enn áfram á nærri sjötíu metra hraða á sekúndu. 29.8.2005 00:01
Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. 29.8.2005 00:01
Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. 29.8.2005 00:01
Skutu hljóðmann frá Reuters Bandarískir hermenn í Írak skutu í gær hljóðmann frá Reuters-fréttastofunni til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks, og særðu myndatökumann sem var með honum. Að sögn íröksku lögreglunnar var myndatökumaðurinn síðan handsamaður og færður til yfirheyrslu þar sem hann mátti dúsa í sex klukkutíma án þess að hugað væri að skotsári sem hann hlaut. 29.8.2005 00:01
Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. 29.8.2005 00:01
Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. 29.8.2005 00:01
Varaði við árásum í Indónesíu Forseti Indónesíu varaði landa sína í dag við hugsanlegum hryðjverkaárasum í landinu á næstu tveimur mánuðum þar sem hryðjuverkahópar á vegum al-Qaida væru enn virkir í landinu. Susilo Bambang Yudhoyono forseti sagði september og október þá mánuði sem hryðjuverkamenn létu helst til skarar skríða en síðustu ár hafa stórar árásir verið gerðar á þessu tímabili í Indónesíu. 29.8.2005 00:01
Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. 29.8.2005 00:01
Katrín að skella á New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú við það að skella á New Orleans af fullum krafti. Óttast er að meirihluti borgarinnar geti farið á kaf í vatni og milljón borgarbúa hið minnsta hafa flúið heimili sín. 29.8.2005 00:01
Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. 29.8.2005 00:01
Óttast að missa húsið sitt Linda Garðarsdóttir, sem búið hefur í New Orleans í 12 ár, óttast að hún hafi þegar misst heimili sitt vegna fellibylsins Katrínar. Hún segir veðurhaminn svo mikinn að ekki sé hægt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. 29.8.2005 00:01
Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. 29.8.2005 00:01
Felldu háttsettan talibana Bandaríkjaher greindi frá því í dag að einn af leiðtogum talibana í suðurhluta Afganistans hefði verið felldur í síðustu viku. Maðurinn, Payenda Mohammed, er talinn hafa staðið á bak við fjölda árása í Uruzgan-héraði í Suður-Afganistan, en hann mun hafa stjórnað um 150 manna uppreisnarher í héraðinu. 29.8.2005 00:01
Í mál vegna illrar meðferðar Tíu ára gamall íranskur drengur hefur höfðað mál á hendur áströlskum stjórnvöldum fyrir að skaða geðheilsu hans með því að láta hann dúsa í flóttamannabúðum við illan kost í fimm ár. Shayan Badraie var í fjölmennum hópi íranskra flóttamanna sem náðu ströndum Ástralíu árið 2000 en hann hefur síðan verið í afgirtum flóttamannabúðum fjarri mannabyggðum. 29.8.2005 00:01
Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. 29.8.2005 00:01
Vonast eftir samevrópskum grunni Frakkar segjast vonast til þes að svartur listi þeirra og Belga yfir flugfélög sem þeir telja að hafi öryggismál sín ekki í lagi, verði til þess að hraða því að samevrópskur gagnagrunnur og sambærilegur listi verði gerður. Á listanum eru sem stendur fjórtán flugfélög. 29.8.2005 00:01
Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. 29.8.2005 00:01
Rúmenar hraði umbótum Ef rúmensk stjórnvöld hraða ekki umbótum í landinu verður inngöngu þess í Evrópusambandið seinkað um ár, fram til 2008. Það er ýmislegt sem vantar upp á en embættismenn segja að meðal þess sem verði að batna sé dómskerfið, samkeppnislögin, skipulag landbúnaðarins og umhverfismál. 29.8.2005 00:01
Rændu peningabíl í Stokkhólmi Fjórir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu peningaflutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Stokkhólms um hádegisbilið í dag. Ekki er ljóst hvort og þá hversu mikið þeir höfðu á brott með sér. 29.8.2005 00:01
Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. 29.8.2005 00:01
Rafmagnsleysi víða í New Orleans Áhrifa fellibylsins Katrínar er nú farið að gæta óþyrmilega í New Orleans. Tveggja metra djúpt vatn flæðir nú um hluta borgarinnar, stór hluti er rafmagnslaus og þakplötur og allt lauslegt fýkur á ofsahraða um göturnar. 29.8.2005 00:01
Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. 29.8.2005 00:01
Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. 29.8.2005 00:01
Dregur úr krafti Katrínar Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. 29.8.2005 00:01
Þónokkrir Íslendingar á svæðinu Á þessu svæði, þar sem Katrín veldur usla, búa þónokkrir Íslendingar. Flestir sem búa í New Orleans eru flúnir en aðrir halda kyrru fyrir þó að Katrín sé á leiðinni til þeirra. 29.8.2005 00:01
15 flugfélög á svartan lista Frakkland og Belgía hafa birt lista yfir þau flugfélög sem fá ekki að lenda þar. Svissnesk yfirvöld hyggjast birta sambærilega lista í dag. Tilgangurinn er að róa almenning vegna fimm alvarlegra flugslysa undanfarið. Í einu þeirra létust 160 manns í Venesúela, flestir þeirra franskir ríkisborgarar. 29.8.2005 00:01
Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 29.8.2005 00:01
Telur möguleika sína hafa aukist Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. 29.8.2005 00:01
Lokað vegna hótunar Flugvél var rýmd og flugvelli var lokað í Japan í gær vegna sprengjuhótunar. Vélin var að leggja af stað frá Sendai í Norður-Japan til Sapporo þegar símtal barst um að sprengja væri um borð og var vélin þá rýmd þegar í stað. 29.8.2005 00:01
Chavez vill framsal Hugo Chavez, forseti Venesúela, útilokar ekki að farið verði fram á framsal sjónvarpspredikarans Pat Robertson eftir að hann lýsti þeirri skoðun sinni að bandarísk stjórnvöld ættu að láta ráða Chavez af dögum. 29.8.2005 00:01
Schröder sigurviss Gerhard Schröder Þýskalandskanslari er bjartsýnn á að flokkur hans verði enn við völd að loknum kosningunum 18. september. 29.8.2005 00:01
Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. 29.8.2005 00:01
Geislavirk efni á glámbekk Ástralskir vísindamenn hafa fundið talsvert magn geislavirkra efna í tveimur Asíulöndum sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. 29.8.2005 00:01